Stella-3006

Viðhald

Verkefnalisti á Google Docs

Vaktaplan

Hífing

ATHUGIÐ Gæta þarf þess að fremri strappi fari ekki á botnstykkið og að aftari strappi fari ekki á drifið eða í skrúfuna.

Þyngdin á Stellu er 6,3 tonn.

Það eiga að vera merktir lyftipunktar á síðunni en ef merkingarnar eru ekki sjáanlegar má miða við eftirfarandi:

Ef híft er upp á þjónustustæðin neðan við Kænuna í Hafnarfirði þá þarf það að gerast með stórum krana sem getur teygt sig rúma 20 metra með skútuna. Kraninn þarf að standa uppi á malbikinu og teygja sig yfir trébryggjuna. Frá kranahúsinu að bryggjukannti eru um 12 metrar. Bæði þess vegna og vegna þess hve grunnt er við olíubryggjuna þá þarf þetta að gerast innan 2 tíma frá flóði. 2025 var fenginn 120tn krani frá DS lausnum og hann mátti ekki vera minni en dugði vel.

Best er að hafa dautt á vélinni eða að hafa gírinn í hlutlausu þegar byrjað er að hífa því straumur frá skrúfunni getur dregið strappann til.

Botnmálun

Það má ekki mála botnstykkið, sem er framan við kjölinn. Það þýðir að það safnast mikið af gróðri á botnstykkið sem getur truflað hraðamælinn en það verður þá að leysa það á annan hátt t.d. með að kafa.

Botnmálning: Mjúk, vörunúmer YBP153/2.5ANCruiser 250 Dökkblá/Navy 2.5L keypt í Sérefni

Árið 2023 var botninn hinsvegar málaður með sömu málningu nema í litnum Blue. Árið 2025 var skipt aftur yfir í Dokkblá/Navy. Botnstykkið var málað því skv. upplýsingum á þessi málning ekki að trufla merkið því það eru ekki málmar í henni.

Til að draga úr gróðurmyndun á botnstykki má prófa að bera á Foulfree Transducer Coating, Part #FF15K frá Airmar (Propspeed) https://www.airmar-emea.com/Catalog/Parts-Accessories/Anti-Foul-Coating/FF15K, þetta virðist ekki fáanlegt hér á landi en er hægt að panta á netinu, t.d. Amazon.

Skrokkur

Í viðgerð 2021 á síðu notuðum við Watertite sparsl frá International. Grunnuðum með gráum yacht primer frá International. Málning á síðu YHB000/A750 Perfection Snow White B000 sjá data sheet: Perfection_eng_A4_20141212.pdf

International málningavörur keyptar í Sérefni

Zink

Það eru tvö zink á botni. Annað er hringur á drifinu og hitt er kubbur undir stýrinu.

Zink á drifi er hringur í þremur hlutum. Mæld stærð 16mm breiður, 12mm þykkur og ytra ummál 307mm. Fæst hjá Reki ehf. Vörunúmer þeirra er VP023. Fæst einnig hjá Velti, umboðsaðila Volvo Penta. Framleiðandanúmer er 3858399 og fæst þetta einnig víða á netinu.

Zink undir stýri fæst hjá Go-on ehf. Stærðin er 40 x 165 500 gr. vnr ALL-077451 , lýsing Zink HZ-5 500 gr.

Vél

Haffæris

Eftirfarandi kröfur eru gerðar til haffæris til strandsiglinga fyrir 10-15 metra skemmtibát.

Sjá nánar <a href=”https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ZWG6wEMggf0RIHK_22jYZlOn6dC9eZFgdeqUF5fZk3E/edit?usp=sharing”</a>

REGLUGERÐ 377/2007  um björgunar- og öryggisbúnað skemmtibáta.
Skoðunarmaður Opinber 5 hvert ár, næst 03-2027
Vökvaáttaviti 1
Áttaviti til miðunar 1
Björgunarvesti EN 395 fyrir hvern farþega 6 stk.
Björgunarhringur/skeifa 1
Fallhlífaflugeldar 4 stykki
Handblys 4 stykki
Björgunarbátur A
VHF talstöð (metrabylgjustöð) X
Útvarp (viðtæki vegna veðurspár) 1
EPIRB neyðarbauja 1
Lyfjakassi 1C
Sjókort X
Sjónauki 1
Slökkvitæki 2 stykki 2kg
Vatnshelt vasaljós 1
Þokulúður 1
Þjóðfáni 1
Siglingaljós X
Dagmerki Keila og kúla
Radarspegill 1
Krókstjaki 1
Öryggislitur X
Akkeri 25 kg